Eins og þið tókuð eftilvill eftir í seinasta bloggi mínu þá ruglaði ég saman sléttujárni og sléttubandi, skrifaði sléttujárn í staðinn fyrir sléttuband, og ég spyr hverju breytir það, það er ekki eins og himinn og jörð séu að farast.

Í dag gerðist örugglega eikkað skemmtilegt, öhh fór í skólann BORING, fór í tölvuna þegar ég kom heim FUN!

Samt gerðist eikkað í skólanum sem ég gæti nú hugsanlega sagt ykkur frá, en það var útivistartíminn.

Í enskutíma þá fékk ég Harry Potter & The Chamber Of Secrets til að lesa þar sem ég er búinn með vinnubókina, ef ég að segja henni[Elfu kennara] um hvað bókin snýst þá er ég að spá í að sleppa lesa bókina þar sem ég hef lesið hana 1-3 á íslensku og séð myndinni nokkrum sinnum.

Á milli sunds og eikkers annars tíma þá sátum við niðri í sófanum og Ole að lesa eikkerja skák bók og síðan lá Arnór á pool-borðinu og síðan fékk Ingi Gunnar bókina sem Ole var að lesa í láni og lamdi Arnór í rassinn með henni og Arnór fór af borðinu en þá datt það eikkern veginn þannig að það datt yfir hann eða eikkað sá það ekki alveg.

Og Arnór meiddi sig, þetta var frekar sjokkerandi.

Í útivist í dag þá gátum við ekki farið inn í íþróttahús að spila stinger þar sem 7 bekkur eða eikkerjir eru að nota húsið til að æfa leikrit, svo við fórum upp að eikkerji tjörn sem var frosin, and I wonder why, og fórum að gera ekki neitt í ca. 80 mín.

Sounds boring, is boring.

Síðan fann ég varla fyrir tánum, nefinu, eyrunum og fleiri stöðum á mér í tímanum, þetta er seinasti tíminn, og síðan þegar ég var að koma heim þá fékk loksins tilfinninguna aftur í tærnar, þær voru seinastar til að koma í gang aftur.

Síðan kom ég heim og fór í tölvuna þegar ég var búinn að éta og fór að blogga, samt ekki strax og ég var búinn að éta, síðan þegar ég fer í bæinn þá fer ég til the Kolbeins og gisti þar um helgina.

Kveðja

Enskunördinn