Var ekki alltaf eikkað lið að blogga hérna???

Allavega ætla ég að setja daginn í dag hjá mér hér.

Í dag gerðist ekkert svo mikið merkilegt en það gerðist samt eitthvað.

Í íþróttum þá hélt ég að vér myndum stunda íþróttir en ekki horfa á video um glímu, já það er rétt ágiskun hjá þér vér horfðum á glímu video í íþróttatímanum í dag, sounds boring and is boring.

Síðan var próf í fyrsta tíma eftir mat, prófið var í trúarbragðafræði, nánar tiltekið hindúisma og gleymdi ég að það væri próf svo ég las ekki staf fyrir prófið.
En ég fékk samt 7,5 í einkun og nota bene það mátti ekki vera með glósur, hæstu einkanir voru Haukur og Þóra með en þau voru bæði með 9,5, nerds, hehe.

Helmingurinn að fótboltaæfingunni fór í upphitun, við hitum yfirleitt upp í stinger og það var langur stinger í dag og ég var bara með ágætis leik í dag, en vann þó ekki.

Síðan fór hinn helmingurinn í að spila og mitt lið vann og ég held að við höfum lent mest yfir 4 - 0 eða eikkað álíka, við unnum 7 - 5 eða 4.

Þess má líka til gamans geta að Ingunn[eða var það Hrói, man það ekki en þau fengu bæði dæmda á sig hendi en það var bara önnur víti] hafi fengið dæmda á sig hendi inni í teig og það þýddi náttúrulega víti á okkur og getiði nú hvað ég galdraði fram.

Já það var rétt hjá þér, ég galdraði fram markvörslu.

Ekkert meira í bili.

Kveðja

Goalkeeperinn