Ég svaf til 8:15 í dag og missti þarafleiðandi af skólabílnum og pabbi var að fara í próf svo ég slapp við skólann, en ég var mikið búinn að vera að hugsa um hvað ég væri óheppinn að missa af handboltaæfingu.
Það hefði verið fyrsta handboltaæfingin hjá UMF. BIF. sem ég hefði misst af fyrir utan eina í fyrra en þá var ég heima með ælupest.
En pabbi kom mér á óvart og spurði mig hvort að hann ætti að hafa samband við þjálfarann og spyrja hann hvort að hann gæti tekið mig með á æfinguna, eftir 1/100 úr sekúndu þá kom svarið já og ég fór að pakka niður draslinu.
Bragi[þjálfarinn] hringdi í pabba eftir að pabbi hafði sent honum SMS og pabbi talaði aðeins við hann og síðan sagði pabbi við mig að vera tilbúinn við “gamla innganginn”/“Kringluna” eftir 10 mínútur ég var kominn að gamla inngangnum eftir 2 mínútur með draslið.
Ekki nóg með það að ég hafi misst af skólanum, horft á Pimp My Ride á MTV og farið á æfingu þá fórum við pabbi líka út að borða á Hreddanum[Hreðarvatnsskála].
Dagurinn í dag var einn af betri dögunum hjá mér.