Ég held að allir í bekknum mínum hafi verið heilaþvegnir! :S
Í dönsku sagði kennarinn okkur að opna á einhverri blaðsíðu og sagðist ætla að lesa þetta fyrir okkur sem stóð þarna, en þá sagði ég að hann væri búinn að lesa þetta fyrir okkur. Nei,nei,nei,nei segir hann og ég segi bara jú víst og allir krakkarnir líta á mig og flissa og ég sagði “nei ég sver” og ég fer að segja það sem kemur fyrir í þessum texta án þess að líta í bókina og það var allt rétt og stelpurnar spurðu mig hvort ég væri eitthvað búin að vera að lesa dönskubókina heima! NEI! Ég sver, við vorum búin að lesa þetta!
VIÐ VORUM BÚIN AÐ LESA ÞETTA!!!!!!!! Í ALVÖRU!!!!!
Enginn trúði mér! En þetta er satt!!!! Þetta var geðveikt spúkí! Hvernig gæti ég annars vitað hvað stendur ef hann var ekki búinn að lesa þetta? Ég mundi líka að maður þurfti einhverja snældu til þess að heyra endirinn og kennarinn sagði að við myndum hlusta á hana í næsta tíma!
ENGINN annar mundi þetta og allir horfðu á mig eins og ég væri einhver einhverfur hálviti sem hefði ekkert betra að gera en að lesa dönskubækur heima hjá mér!!!!!!!!
Shiiit!