Ég er búinn að vera í samræðum við Zweistein og Nugnar í þræðinum um ferð Nugnars til Reykja hér að neðan. Ég er búinn að rifja upp spúkí hlut í húsinu þar, ekki húsinu með matsalnum heldur hinu, þar sem eru bara svefnherbergi, og bara það hefur kjallara. Þeir sem hafa farið þarna vita kannski hvað ég er að tala um.
En, það er herbergi níu, í kjallaranum á áðurnefndu húsi, sem gefur mér hroll. Sko, það eru tveir inngangar í kjallarann, annar að utan en hinn um stiga inni. Veggur er í miðjum ganginum, maður kemst ekki á milli innganganna t.d. Ef maður fer niður í kjallaranum um stigann innanhúss, þá er hurðin sem liggur inn á herbergjaganginn oftast læst. En, einu sinni var hún ólæst og ég ásamt nokkrum öðrum fórum þangað niður með vasaljós. Þetta var hræðilegt, engin ljós nema vasaljósið, herbergin voru útkrössuð, öll húsgögn brotin, og bara ógeðslegt um að lítast. Mig minnir að við gátum séð inn í öll herbergin, fyrir utan númer 9, það var harðlæst, og mig minnir m.a.s. að það hafi verið byrgt fyrir gluggann þar.
Við höfðum heyrt þá sögu, að nemandi hafi dáið þar inni, ekki myrt af öðrum nemanda, heldur sjálfsmorð, eða yfirnáttúrulegt. Þetta var ekki trúanlegt, nema herbergið var það eina sem var læst, herbergisnúmerið fyrir ofan skrifað með rauðu, og bara mjög krípí allt í kring.
Nú spyr ég, þeir sem hafa farið á Reyki, hafið þið heyrt um herbergi númer 9? Hefur e-r farið niður í kjallarann? Og, hefur e-r séð inn í það?
-vansi, skelkaður