Sko, það er húsið sem er við hliðina á sundlauginni, þetta sem er ekki með matsal. Það eru 2 inngangar í kjallarann, á endanum á húsinu sem snýr að sundlauginni, og inn um aðalinnganginn og niður stiga inni. Ingangurinn á endanum er þannig að maður má vera í þeim enda kjallarans, en helmingurinn (eða e-ð) er lokaður af, semsagt maður kemst ekki allan kjallarann nema um báðar hurðirnar. Þar sem maður kemur inn í húsið, þar sem er stigi upp á 2. hæð, er líka stigi niður í kjallarann, þar er hurð sem er eiginlega alltaf læst. Þar á bakvið má enginn fara inn, þar eru ónýt herbergi, MJÖG draugalegt, og þar er þetta umtalaða herbergi númer 9. Fórstu niður í kjallarann niður stigann inni, eða inn um innganginn á endanum á húsinu?