Anyways, í gær tók ég þá sniðugu ákvöðrun að detta fyrir framan hóp af krökkum á leið í skólann. Ég var nýkominn út úr strætó og greip tækifærðið glóð fljúgandi (bókstaflega) þegar ég sá þennann hálkublett beint fyrir framan mig, það var ekki hjá því komist að detta nokkuð laglega. Og það var ekkert til að bæta úr því að ég þurfti eins og þrjár sekúndur að fatta hvað í ósköpunum hafði gerst og hvað ég ætti að gera næst? Og eins og flest ykkar muna var óhugnalega ógeðsfellt veður hér á suðurlandinu í gær og ég hélt ég væri nú blautur fyrir þennann óhugnalega atburð.
Ég hélt að dagurinn gæti nú ekkert orðið verri, en það var fyllilega afsannað. Til að byrja með var ég í tölvustúdíóinu að gera einhvern power point fyrirlestur fyrir fél 103, þegar tíminn var búinn byrjaði nú fólk að týnast inn í stofuna, á meðal þeirra var eitt stykki ungur drengur sem ég vil mjög gjarnan kalla “Krsitján”. Hann sest við hliðná mér með snickers í annarri hendinni og appelsín í hinni, hann leggur frá sér snickersið á hornið á borðinu til að opna appelsín flöskuna, ég stenst ekki mátið og tek nú upp á því að reyna að stela einum bita (svona allt til gamans gert) hann tekur eftir þessu og er snöggur að leggja frá sér ný opnað appelsínið og kippir í snickersið og rekst í leiðinni í appelsín dósina, sem endar náttla í ósköpum.
Ég var orðinn viss um að dagurinn gæti engann veginn versnað, en enn og aftur var þeirri kenningu hafnað, Eftir Fél 103 fer ég svo í nát 103, allt gott með það, ég er bara eitthvað að bulla á fullu og allt gengur svo sem ágætlega þangað til ég tek þá ákvörðun að reyna ná athyggli Hildar (Gjelgjunnar eins og flest ykkar kannist nú við ) með því að kasta teiknibólu, allt gott með það líka, þangað til ég heyri nú ángistar hróp frá henni, þá hafði hún víst stigið á teiknibóluna, ekki nóg með það, hún þorði ekki að taka teiknibóluna úr fætinum alveg strax en geði það síðan á endanum, nú var ég löngu kominn yfir það stig að hafa skottið á milli lappanna, neibb ég var með skottið á milli herðablaðanna.
Aldrei hef ég upplifað eins silly dag áður, og vona að svona ósköp endurtaki sig ekki á næstunni.
Alias: Der Führer