ég og vansi vorum líka frekar feimnir á okkar fyrstu samkomum. En það er enginn að segja að maður þurfi að vera eitthvað að blaðra við alla eða eitthvað þannig, bara hanga með hópnum.
Ég ætlaði fyrst að guggna á fyrstu samkomunni, en svo fór ég að hugsa hvað það gæti verið sem fékk mig ekki til að þora að mæta en svo eftir smá íhugun komst ég að því að þetta var bara tilgangslaus hræðsla. Dreif mig bara og var þar þögull sem steinn og líka á næstu samundu, þó örlítið meira búinn að kynnast fólkinu. Svo var þriðja samkoman bara meira tilhlökkunarefni heldur en stress.
Málið er að það tekur enga stund að kynnast þessu fólki, bara að gefa þessu smá séns.
Og það besta er, að það þekkir þig enginn persónulega svo þú getur alveg skapað þinn eigin karakter, verið alveg hyper þess vegna.
afsakaðu langt svar.