Ég var að skoða tölvuna hjá mér og fann mjög athyglisverða sögu sem ég hafði gert í 5. bekk.
Kannski efni í Sögukeppni? (hóst, hóst)


Í stórmarkaðinum

Einu sinni var gömul kona. Hún var að fara í stórmarkaðinn eins og á hverjum degi. Hún ákvað að fara yfir innkaupalistann enn einu sinni, sem var svona:

þurrger,12l mjólk, skinka,ostur, kartöflur, pasta, 5 epli, 6 appelsínur, 3 kívi, appelsínusafi, pepsi, sykur, hveiti, sinnep, tómatsósa, bjór.

Þetta var komið. Gamla konan sem hét Sigríður lagði af stað í stórmarkaðinn. Hún kom fimm mínútum seinna og fór fyrst í matvöruverslunina. Þegar hún átti bara eftir að kaupa bjórinn var kallað úr hátalarakerfinu að það væri kona sem væri búin að týna barninu sínu, og Sigríður sem var svo hjálpsöm sleppti körfunni og hljóp (eða skokkaði reyndar) beint niður í raftækjaverslunina og leitaði út um allt. Þegar hún var búin að leita alls staðar fór hún á skyndibitastaðinn og leitaði alls staðar en fann ekki barnið. Það sama gerðist í símabúðinni, kjólabúðinni, herrabúðinni, pennabúðinni og líka allskonarbúðinni. Þegar hún var búin að leita í öllum búðunum í stórmarkaðinum fór hún að leita á ströndinni sem var rétt hjá en fann barnið hvergi. Hún leigði sér bát og eyddi 7000 kr. í það en fann hvergi barnið en hún ætlaði alls ekki að gefast upp. Hún skrapp niður í Oklandsbæ sem var 50 km. frá bænum en án árangurs. Þá ákvað Sigríður að fara bara heim og viti menn! Þar lá barnið blindfullt og var að drepast úr svima. Þegar hún Sigríður skilaði barninu fékk hún engin fundarlaun af því að barnið var blindfullt. Konan sem átti það var svo rosalega reið að hún gaf Sigríði barnið og Sigríður var glöð til æviloka (sem voru 2 dagar því hún dó úr hjartaáfalli vegna þess að barnið sem var 3 ára hafði sett getnaðarvarnarpillu í glasið hennar).

ENDIR