Vá, hvað það er skrítið hér.. sit ein inni í stofu að vanda. En hvað haldið þið?
Jú, ég er ekki með sama lyklaborð og vanalega.
Hví?
Jú, það er vegna þess að hitt var bilað. BILAÐ! Takið eftir því. Ef að ég ýtti á “.” kom upp einhver gluggi. Ef að ég ýtti á “<–'” aka. Enter kom +. Bilið virkaði hinsvegar eins og enter þegar ég var að pikka inn. Sumir stafirnir eins og t.d. “þ” gerðu einn aukastaf líka (þæ) og svo framvegis.
Ég var ráðþrota. Lyklaborðið hlýddi mér ekki. Ég hafði misst stjórn á því. Ég vissi ekki hvað ég gat gert til að komast inná vefsíður því að ég gat ekki notað ‘punktinn’. Ég vissi ekki hvað átti að gera til að pikka inn. Heimurinn fór í hringi.
En þá datt pabba mínum snjallræði í hug og náði í eldgamalt,gulnað lyklaborð. Á því stendur “Backspace” en ekki bara “<—” og Enter en ekki aðeins “<–'”. Það sem kom mér mest í opna skjöldu var að á lyklaborðinu stóð “Tab en ekki bara ”|<===>|". Það hef ég ekki séð áður. Einnig er enginn flýtitakki til að fara inná póstinn.
En það sem er fyrir mestu er að lyklaborðið virkar og það gefur litlu hjarta ólýsnanlega gleði.