þetta er búið að vera alveg æðsilegur dagur hjá mér, hvert óhappið hefur rakið annað.

Þetta byrjaði með því að ég var vakinn klukkan 13:00 og fattaði að ég misst af skólanum ( á að vera frá 08:10 - 12:40).
Svo fór ég út í bæ með vinum mínum og ég fann enga peysu svo að ég var bara á stuttermabolnum allan daginn í skítakulda ( frá kl 14:00 til c.a 19:00) og pínu rigningu af og til.

Svo þurfti vinur minn að skila bílnum sínum svo að annar strákur kom og sótti okkur og við fórum niður í bæ og vorum þar í nokkra klukkutíma . Svo þegar við ætluðum að fara heim þá kviknaði ekki á bílnum hans. Við þurftum að bíða í klukkutíma eftir að pabbi hans kæmi að gefa okkur start.

Síðan náði vinur minn í bílinn sinn og ætlaði að skutla mér heim. Vinur minn er ennþá á sléttum sumardekkjum og það er þvílík hálka í götunni minni, þannig að þegar hann ætlaði að stoppa bílinn rann hann bara áfrám og endaði með því að klessa á bíl frænku minnar og rispaði hann þvílíkt plús að brettið á bílnum hans beyglaðist alveg geðveikt.

Svo fékk trommarinn í hljómsveitinni minni að vita það að vinur hans hafði verið laminn í klessu fyrr um daginn af einhverjum dópsölum :S
Síðan fór þessi trommari að safna liði og er í þvílíkum hópslagsmálum akkúrat núna þegar ég skrifa þetta, það getur ekki endað vel.

Hvað get ég sagt? Lífið er yndislegt