Jæja, nú er ég byrjaður í starfi mínu sem stjórnandi nærmyndarhornsins á fréttastofu TSNG. Í TSNG Nærmynd eru tekin viðtöl við áhugaverða og skemmtilega sorpara, nema stundum verða viðtöl við leiðinlega og óáhugaverða sorpara, sem reyndar er erfitt að finna, en eitthvað verð ég að hafa fyrir starfinu :}

En anyway, ég kem með fyrsta þáttinn inn í kvöld eða á morgun, þannig að ég tala við viðmælanda minn í kveld. Umsóknarfrestur um viðtal er til klukkan 19:00 í kvöld, þeir sem biðja um fyrir þann tíma fara í lukkupott sem dregið verður úr, og fær sá viðtal. Ef aðilinn verður ekki inn á þegar ég ætla að viðtala hann, verð ég með eitt nafn auka, og tala þá við þá manneskju. Ef varamanneskjan er ekki heldur inn á, þá tilkynni ég það að mig vantar viðmælanda og þá er það bara fyrstur kemur fyrstur fær.

Skiljið þið leikreglur? Vindum okkur þá í þetta! Við byrjum… NÚNA!