Fyrir stuttu eða nokkru síðan var ég að keyra bílinn hennar ömmu, nissan almera (sem er svo mikill kellingabíll ad það er meira að segja spegill í sólskiggninu bílstjóra megin og svo þegar maður opnar spegilin eru svona ljós sitthvoru megin við hann… en aftur að sögunni) ég var að keyra og ég var að beygja frá Miklubrautinni og inná Bugstaðaveginn (held ég er ekkert alltof vel að mér í þessum götumálum en allavega) og sá þá að það var sjúkrabíll fyrir aftan mig eða ég hélt ad það væri sjúkrabíll hann var svona stór en allt kom fyrir ekki þetta var löggumannabíll og að stoppa mig og ég hafði ekki verið ad keyra neitt hratt eða ekki neitt drekkandi (sXe) eða neitt en allavega til að gera aðdragandan ekki lengi en hann þarf að vera þá gáfu þeir mér merki um að stoppa og ég gerði það og löggimann kom til mín í bílinn og spurði mig um ökuskírteini og ég var ekki með það á mér en það var í hinum buxunum mínum sem ég tók “óvart” með mér en þá fann ég ekki ökuskirteinið en loks þá var það ekki á sínum stað í veskinu. Svo sagði ég honum það og hann sagði eitthvað Egill Þorkelsson og eitthvað kennitölu í talstæðina en á meðan var annar lögreglumaður að biðja mig um að blása. Vá hvað ég var glaður að fyrsti blásturinn var 0,00000000 sem mér fannst skrítið því að ég hélt að maður væri alltaf með eitthvað alkahol í blóðinu en nóg um það. Svo sagði hann bara afasakið ónæðið og þakka þér. Þá sagði: ég neineinei þakka þér og tók í hendina á honum settist inni bíl og ók af stað.
Om nom nom