Ég hef komist að því að það er eitthvað dularfullt í gangi í eldhúsinu mínu. Fyrst byrjar örbylgjuofninn að tala hvelsku (alþjóðlegt tungumál hvala) og svo er ég búin að komast að svolitlu um vöfflujárnið mitt.

Þannig er mál með vexti að alltaf þegar bakaðar eru vöfflur þá koma gestir í heimsókn. Það bregst ekki. Í dag bökuðum við móðir mín vöfflur og ætluðum að hafa smá vöfflustund með fjölskyldunni. Við sendum pabba útí búð eftir sultu og þegar hann kom tilbaka þá var hann með gesti í eftirdragi. Og ekki ómerkilegri gesti en Steindór Andersen og konu hans (réttupphend sem veit hver hann er). Og þetta er ekki einsdæmi. Þetta gerist í hvert einasta skipti sem við bökum vöfflur. Reyndar er það ekki alltaf Steindór sem kemur en alltaf kemur gestur. Ég er farin að halda að eldhúsið mitt sé gætt töfrum.
Næstu helgi finn ég örugglega Harry Potter inní bökunarofninum.