Ég var að koma heim, massastuð :} Æðislega gaman, reyndar mjög skrýtið að vera kallaður vansi í real life, og heyra e-n tala upphátt um sorpið, en það setti bara sinn svip á samkomuna :}
Þetta byrjaði rétt fyrir 6, ég kom á esso í ártúnshöfða og þar voru nokkrir krakkar, meaniac, Raiden, Rivian, Gelgjan, Sedna, magnus119, MadClaw, og ég man ekki fleiri :S Við vorum að tínast inn til klukkan meira en sex, m.a. bgn peopleið mætti seint, og nokkrir fleiri minnir mig.
Við sátumst niður, færðum 3 borð saman og bjuggum til langborð. Kall sem var að vinna þarna varð brjálaður, og við þurftum að kaupa mat og raða borðunuum eins og þau voru, gleðispillir .þessi kall }:{ Btw. þá fékk ég mér shake frá Burger King :}
Áður en við fórum út, bauð Benni mér svo að joina Pr0s klúbbinn. Það var mér mikill heiður :}
Þá vorum við búin að borða, og fórum út. Við hengum heillengi fyrir utan esso, því MadClaw fór í fýlu og við vorum að róa hann. Eftir miklar rökræður við hann féllst hann á að hætta í fýlu :} Þá fórum við heim til supernanny að ná í strætómiða.
Leiðin lá upp í Mozzó! Tókum leið 15, og fórum út á stoppistöðinni hjá Bollatanga. Þaðan lá leiðin fyrst heim til pabba Gelgjunnar, við gerðum dyraat hjá honum. Svo fórum við til e-r stelpu sem Mizzeeh og Gelgjan þekkja, en enginn var heima þar svo við fórum í næsta hús við. Þar vorum við með falda myndavél, spurðum um kavíar, allt tekið upp og þetta kemur vonandi bráðum í fyndnar klippur :}
Eftir þetta fórum við í gamla húsið hans MadClaw, en enginn svaraði þar, svo við fórum í húsið á móti. Þar vorum við einnig með myndavélina, og MadClaw var að spyrja hvort hann mætti eiga húsið. Þegar neitun kom, spurði hann hvort hann mætti eiga eitt herbergi, svo hvort hann mætti fara á klósettið. Fúll gæi sem svaraði, hver leyfir ekki strák sem bankar upp á að eiga húsið?
Eftir þetta fór Sedna að væla, “uhuhuhu, ég vil fara heim, það er myrkur, mér er kalt, ég vil mömmu”. Við fórum upp í strætóskýli, og þar var ég í smástund, en kvaddi svo hópinn, því ég ætlaði ekki að eyða heilum strætómiða til að komast heim, labbaði bara þennan örstutta spotta.
Ég kom heim, fór út á svalir og beið eftir að strætóinn kæmi, hann kom og ég veifaði :} Ég held að þið hafið ekki séð mig, ég var veifandi á annari hæð í blokkinni á móti skólanum, þið áttuð að taka eftir mér!
Semsagt, fín skemmtun að fara á sorparasamkomu, og ég vil þakka ykkur sem mættu fyrir góða skemmtun.