ég er nú búin að senda inn 2 greinar hér á sorpið á síðustu dögum og nú kemur sú þriðja:
Ég sit hérna fyrir framan tölvuna og er að hlusta á Ichy palms með Heru, en það er truflað af hamarshöggum og vélarhljóði sem kemur frá neðri hæð hússins. Það stendur nefnilega svo merkilega á að það er verið aða rífa neðri hæð hússins míns í sundur. Í morgun þegar ég vaknaði voru alls 4 menn að berja og lemja og rífa allt sem á vegi þeirra verður. núna eru þeir aðeins tveir, en enþá eru jafnmikil læti. Ég er mikið að hugsa um að flytja á meðan þessu stendur, en hvert? Einhver sem vill fá 15 ára stelpu í nokkrar nætur heim til sín? Endilega sendið mér hugapóst. En annars þarf ég að fara í fjósið í kvöld. Já ég bý á bónmdabæ með kúm og hestum og hænum og kisum og einum hundi. Og þar sem að bóndinn er upptekkin að rífa húsið í sundur verð ég að gjöra svo vel að fara í fjósið fyrir hann. Það er svosem ágætt. Fæ að gefa kálfum mjólk og kisum mat. En núna er kl. orðin margt, ég þarf að skipta um föt og skella mér í fjósið.
Takk fyrir að lesa þetta og skemmtið ykkur vel á samkundunni í kvöld, ég kemst því miður ekki.
Kv. HoneyBunny