Marzipan skoraði á Sorpara að koma með gömul ljóð eptir okkur sjálf, þannig að ég ætla hér að birta eitt sem ég samdi í þegar ég var örugglega svona 5 eða 6 ára. Allavega, ég elskaði ( og geri enn) hundinn minn og orti þetta til hans og söng fyrir hann frekar oft (nei ég var ekki einhverft barn… bara mjög sérstakur).Ekki spurja hvaðan þetta voffalings- orð kom, ég bara hef enga hugmynd.

Litli voffalingur, voffalingurinn minn
sem hleypur úti á túni og kemur aftur inn.
og þegar hann kemur inn, voffalingurinn minn,
hleypur hann upp í sófa og klórar feldinn sinn.

ENDIR

háþróað rím í þessu.
og ég held áfrám að skora á fólk að koma með frumsamin ljóð