Umsjónarkennarinn minn í 6. og 7. bekk… held að henni hafi ekki líkað vel við mig. T.d. sagði hún einu sinni- í foreldraviðtali; Tinna er alvega góður nemandi og lærir vel og nær því sem hún lærir en hún hefur bara svo lélega kímnigáfu að hún ætti að sleppa því að segja brandara..
Mér fannst þetta helvíti fyndið þar sem að ég var feimin og sagði aldrei neitt í tímum.. og afhverju í sósköpunum hefði ég átt að segja kennarranum brandara??
Pfftt.. Vitlausasta manneskja sem ég hef hitt. Kunni ekki að stafsetja ‘biblía’ rétt.. og kann það ábyggilega ekki enn. Og ALLIR í bekknum voru svo hræddir við hana að þeir þorðu ekki að leiðrétta hana. Allavega var eitthvað þannig að þeir leiðréttu hana ekki.
Mizzeeh gæti líklega komið með sögur af þessum tiltekna kennara.
Annars var náttúrufræðikennarinn minn í 7. bekk bara lélegur kennari. Ég skildi aldrei orð af því sem að hann sagði. Hann hefði eins getað talað dönsku.
Það eru líka til fyndar sögur af þessum kennara.
Svo er það enskukennarinn minn sem að heldur að hann sé svo ótrúlega fyndinn. Hann bara er það ekki. Ekki nema að einhver sé að leika hann, þá er þetta orðið fyndið.
Myndmenntakennarinn er ekki beint leiðinlegur.. bara.. ehh.. öðruvísi. Spádómakennarinn í Harry Potter minnir á hana:S
Annars er fyrsti kennarinn verstur.
E.S.
Dönskukennarinn okkar er trúlofaður heimanámi:S:'( Allavega eru þau bestu vinir.