Hafiði einhverntíman prófað að tala við persónu. Persónan svarar eins og venjuleg manneskja, svarar eins og aldurinn bendir til. Málið hefur engar slettur, eða ef það eru einhverjar þá eru þær fáar. Ykkur líkar vel við persónuna og byðjið um msn-ið hennar. Þið fáið það.

Daginn eftir fariði svo inná msn. Persónan er inná. Þið segið ykkar venjulega ‘'Blessuð’', og þá svarar persónan á móti á því undarlegasta máli sem ég hef heyrt.

Gelgísku.

Samtalið getur þá komið einhvernveginn svona út:

Ég says:
Blessuð

Persónan says:
Hæjj..! ;) (k)

Persónan says:
Kadda gera?

Ég says:
Bara á msn…

Ég says:
En þú?

Persónan says:
Bra þa sama..;):)

Ég says:
Merkilegt nokk

Persónan says:
Ha??

Ég says:
Ekkert…

Persónan says:
ok…!:P;):D

Persónan says:
Er að fara, bæjj…!! (k) :p


Það er ótrúlegt hve oft persónan getur notað broskalla…hún setur þá inn á ólíklegustu stöðum. Stöðum sem manni sjálfum dettur ekki í hug að setja þá.

Mér líkar ekki við tungumál sem ég skil ekki, en allir aðrir skilja, s.s. dönsku. Ég skil gelgísku ekkert sérstaklega vel. Þessvegna segi ég:

Niður með gelgísku!
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*