Já, ég er kominn aftur úr átakalegri Þórsmerkurferð, og ætla að segja ykkur frá því sem ég lenti í :}
Í gærmorgun fór ég að skólanum, og beið þar þangað til rútan kom. Við keyrðum af stað, alla leið upp á Hvolsvöll. Þar stoppuðum við í sjoppu, og ég uppgötvaði mér til skelfingar að ég var með engan pening á mér :{ Ég fékk ekki að borða fyrr en við vorum komin í skálann, þá fékk ég túnfisksamloku.
Við komum í skálann í Þórsmörk milli 2 og 4, man ekki alveg tímasetninguna. Þetta er grænt hús með rauðu þaki, eldgamalt, með nær engu rafmagni, og engu klósti heldur. Það er staðsett við rætur Valahnjúks, man samt ekki hvað skálinn heitir. Mér leið illa í húsinu, það var aðeins of creepy og spooky fyrir minn smekk.
Við fórum út í gönguferð, upp á Valahnjúk, og þá byrjaði ballið :} Annað en í fyrri ferð sem ég hef farið þarna, var ég með þeim fyrstu upp :} Btw. þá er þetta ekkert skemmtilegt fjall.
Þegar kom að því að fara niður þá komu fyrstu mistökin fyrir. Þið hafið tekið eftir því, þegar þið farið niður bratta, að þá farið þið ósjálfrátt að hlaupa, er þaggi? Jæja, það gerðist fyrir mig, ég var bara að hlaupa í goody fíling niður fjallið.
Hafið þið e-n tímann upplifað það að missa næstum stjórn á ykkur að hlaupum? Ég gerði það, fór hraðar og hraðar, og gat ekki stoppað. Man ekki alveg hvað gerðist, en ég datt, fór heljarstökk í loftinu, og datt á hausinn í stórgrýtinu!
Ég var vankaður, og kominn langt á undan hinum, og MJÖG skrýtinn í hausnum, langaði bara að liggja niðri. Ég vildi samt ekki gera það, vildi ekki láta líta út fyrir að ég hefði misst meðvitund, svo gegn vilja mínum settist ég upp.
Nokkrir krakkar, og einn kennarinn, flýttu sér að mér, til að athuga með mig. Það kom í ljós að ég var mjög lítið slasaður, blæddi bara smá úr annari höndinni, og skrámur og marblettir út um allt. Ég var samt alveg miður mín, því að buxurnar mínar rifnuðu smá, en feginn að ég ákvað að skilja Lucifer eftir inni í skála, ég hefði farið í mikið þunglyndi ef hann hefði eyðilagst :{
Allt gott og blessað með það, æðisleg lífsreynsla að detta niður í grjót á fjalli, allir ættu að prófa þetta! (Reyndar er þetta hættulegt, ég var MJÖG heppinn að sleppa svona vel)
Við héldum áfram, fórum meðal annars í e-n helli, og annan helli, Snorraríki! Ég ætlaði upp, en var kominn alveg að opinu, og þorði ekki lengra :{
Þá fórum við öll bara heim í skálann, að næra okkur.
Það var farið að dimma úti, sólarbirtan skein ekki jafnskært inn um gluggana og áður. Ég var sérstaklega hræddur við hurðina sem var fyrir svefnloftinu sem við strákarnir vorum á, hún lokaðist alltaf sjálfkrafa, *hrollur*.
Allir krakkarnir fóru út um kveldið, í kolniðamyrkur, og ég var SVO hræddur, allir að bregða mér, og ég öskrandi :{ Hata þennan stað, þar var ekki allt sem sýndist…
Svo komum við inn, klukkan var að verða hálfníu, og helvítis skálavörðurinn þurfti að segja okkur e-a sögu af Frakkadraugi sem lagðist upp í rúm hjá fólki. Ekki varð þetta til að kæta mig.
Við héldum kveldvöku, og síðan allir í rúmin. Ég sofnaði seint, út af því að ég var hræddur :{
Ég vaknaði rétt fyrir 7, og fór að tala við stráka sem vöknuðu klukkan 5. Mér leiddist, en var samt ekki hræddur eins og í gærkveldi.
Svo vöknuðu allir svona 8-9, og rútan fór örugglega um 10 eða e-ð.
Ég hvíldi mig í rútunni, dauðþreyttur, og glorhungraður er við stoppuðum á Hvolsvelli, en ég var ekki með neinn penge :{
Svo kom ég heim núna áðan, um hálf 3, og beint inn á sorpið :}
Vansi segir hæ, eftir erfiða ferð.