Já kæru sorparar mig langar til þess að deila þessum stórmagnaða galdri með ykkur,og já ég veit alveg að það má ekki segja leyndarmálið á bakvið svona galdra en ég ætla að gera undantekningu :)
1. Finndu klút,bara svona venjulegan vasaklút sem að afi ykkar notar til að snýta sér með.
2. Finndu teygju.
3. Finndu tíu krónur. (helst eina 10 krónu ekki 10 einakrónur )
4. Settu teygjuna þétt utan (með því að búa til svona nokkra hringi) um þumalputta,vísifingur og löngutöng og búðu til svona nokkurnveginn hring út úr teygjunni með puttunum.
5. Leggðu klútinn yfir hendina og hafðu þessa þrjá putta sem að halda á teygjunni efsta,en eins og það líti út fyrir að þú haldir venjulega á klútnum.
6. Láttu 10 krónuna ofan í teygjuhringinn þannig að teygjurnar lokist alveg fyrir krónuna , maður verður að æfa sig í þessum part svo að fólk sjái þetta ekki en það heldur að þú sért aðeins að láta hana ofan í lófann.
7. Næst áttu að láta klútinn alveg ofan í hendina, kreppa hana saman(með klútnum í) taka í endann á klútnum og sveifla honum með snöggum handabrögðum svo að teygjan sjálf sjáist ekki. Þetta er mjög sniðugt því að teygjan heldur peningum í litlu hólfi svo að hann dettur ekki úr klútnum þegar þú sveiflar klútnum og fólk heldur að peningurinn hafi gufað upp.
8. “Tatamm” galdurinn er tilbúinn. Ég vona að þið fattið þetta því það er mjög gaman að þessu þegar þið náið þessu rétt, æfingin skapar meistarann!!
Ég vona að þið hafið notið þess að lesa þessa grein og gangi ykkur vel með peninga/klúta galdurinn mikla!!
Takk fyrir….