Jæja, jæja. Ég fattaði allt í einu áðan að ég hafði gleymt að borða kvöldmat. Þannig að ég fór inní ísskáp og tók fjallakryddaða helgarsteik fram. Skellti því inn í ofn og svona og allt er að verða gott …
En það tekur bara svo helvíti langan tíma að steikjast! Ég er svangur …
Og til að segja frá því, þá fékk ég mér grísakótilettur í hádegismat.
Svínahnakka í hádegis- og kvöldmat í gær.
Nautasnitsel í kvöldmat á sunnudaginn.
Og svona er þetta yfirleitt. Og alltaf piparsósa og rauðkál með! Mmmm, þetta er gott!
Og alltaf mismunandi ket til að þetta sé ekki of einhæft … En piparsósunni er ekki hægt að skipta út, né rauðkálinu, það er klassík! Síðan afþví að ketið er aldrei eins þá er þetta í keii …
En já, hvað var í matinn hjá ykkur?