Googlewhack er það þegar þú setur tvö orð inn í google og færð aðeins eina niðurstöðu.
Orðin verða að vera tvö, verða að vera að finna í enskri orðabók og mega ekki vera innan gæsalappa.
Ég ætlaði að vera voðalega sniðugur og pósta hérna tveim orðum sem gæfu enga niðurstöðu, og svo gæfu þau eina niðurstöðu þegar einhver prófaði þau þar sem ég hefði þá sett þau hér inn.
Um leið og ég var búinn að pósta þessu fattaði ég svo náttúrulega að ég verð að bíða þangað til google er búið að fara yfir síðuna sem er náttúrulega ekki strax, þannig að þetta féll eiginlega um sjálft sig og varð ekkert sniðurgt.
Svo virðist einnig vera bannað að pósta þessu hér, en ég valdi þetta áhugamál sérstaklega af því að ég hélt að það hlyti að vera leyfilegt hér af öllum stöðum….