Hverjir aðrir en ég þola ekki orðið ‘jæks’? (lítum framhjá þeirri staðreynd að það er ekki orð)

Allaveganna, ég vil segja ykkur frá skemmtilegu atviki sem gerðist í dag. Það ku nefnilega vera þannig að ég bjargaði húsinu mínu. Ef ég hefði ekki hætt við að nenna að læra þá hefði kveiknað í! Jæja, Supernanny! Who's the super one now!?

Allaveganna, það var þannig að ég ákvað að læra ekki undir mikilvæga prófið sem er á morgun í fagi sem ég kann ekkert í, og ákvað að borða í staðinn. Kem ég ekki inn í eldhús og það kemur reykur út úr skápnum við hliðina á eldavélinni (skil enn ekki hvernig hann komst þangað), það er kveikt á einni hellu og það er pottur með engu í á henni (hefur verið vatn, en það gufaði upp). Ég vissi strax að bróðir minn hafði verið þar að verki, svo ég öskraði: ‘'HÖRÐUR!!!!’'

Hörður öskraði á móti: ‘'HVAÐ???’'

Ég: ‘'VARSTU AÐ SJÓÐA VATN?’'

Hörður: ‘'JÁ, ÞÚ MÁTT SLÖKKVA Á HELLUNNI!’'

Ég: ‘'KOMDU NIÐUR!’' (Hann er í herbergi á 3. hæð, eldhúsið er á 2.hæð)

Hörður: ‘'AFHVERJU?’'

Ég: ‘'ÚTAF ÞVÍ AÐ ÞÚ KVEIKTIR Í!’'

Hörður: ‘'Ó’'

*Hörður hleypur niður stigann og inn í eldhús, sér reykinn koma út úr skápnum og fer í hláturskast áður en hann og vinur hans fara niður og ná í ryksugu og ryksuga reykinn sem heppnaðist ekkert sérstaklega vel en það skiptir ekki máli*

Og svo the question: Hvar er American Style í Reykjavík?
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*