Já, mér leiddist í hádegishléinu. Ætlaði þess vegna að fara á bókasafnið og í tölvuna, en þegar ég kem þangað er mér sagt að þar séu bara úrtökupróf fyrir Gettu Betur. Ég ákveð að taka þátt uppá fönnið.


Síðan skoða ég spurningarnar og wtf? ERU ÞEMADAGAR Í RVK? tss… Og hvaða Íslendingur lék Í texas chainsaw… Ég man það ekki! Og hver er fv. rektor Háskóla Íslands, sem var að hætta? Hver er fv. áróðursmálaráðherra Þýskalands? Hvert er póstnúmerið í Vestmannaeyjum? Á milli hvaða byggða liggur Óshlíð? Hvað hét seinasta plata Emilíönu Torrini?

Og fleira bull sem ég man ekki…

Ég fékk svona 15-20 rétt af 40 … Heh…