Heimsins besti stærðfræðitími Ég var í stærðfræðitíma í skólanum áðan og ég og einn vinur minn Hörður vorum alltaf að kasta pappírstrimlum í hvorn annan síðan hættum við því.
Eftir nokkrar mínútur kom Hörður með 2 pappírsbáta og eina skutlu, ég var ekki lengi að hugsa mig um hvað ég ætti að gera þá, ég tók annan bátinn og skrifaði á hann Baldvin Þorsteinsson og hinn Óðinn á skutluna skrifaði ég TF-SYN.
Síðan tók ég nokkra pappírsstrimla og kuðlaði saman í einn lítinn pappírsbolta og kallaði hann TF-LIF og pappírsboltinn átti að vera þyrla, síðan tók ég heilan pappírstrimil og sagði að hann væri siglína og þá tók ég pappírsstrimil reif bút af honum og festi á “siglínuna” og sagði að það væri Benóný sigmaður(hann er yfirflugstjóri hjá LHG).

Eftir þetta fór ég að leika mér með skipin, þyrluna, flugvélina(Fokker) og Benóný.
Það fyrsta sem ég gerði var að bjarga Baldvini Þorsteinsyni.
TF-SYN var í leitarflugi og sá í miðjum sjónum(á borðinu mínu) Baldvin Þorsteinsson þar sem hann(Baldvin Þorsteinsson) var að sökkva.
Flugstjóri TF-SYN hafði strax samband við höfuðstöðvar LHG og lét þá vita af staðsetningu Baldvins Þorsteinssonar.
Áhöfnin á Óðin var kölluð saman í skyndi eins og áhöfn TF-LIF.
Áhöfnin hjá Óðni mátti engan tíma missa og fór beint út á sjó eftir að hafa kynnt sér ýmis atriði sem þeir þurftu að vita um, á meðan var áhöfnin á TF-LIF að gera sig tilbúna eftir að það var búið að plana hvernig þeir ætluðu að bjarga áhöfn Baldvins Þorsteinssonar.
Óðin silgdi á góðri ferð að staðnum þar sem Baldvin var. Þegar Óðin kom á staðinn þá var áhöfnin á TF-LIF þegar byrjuð að hífa menn um borð enda var skipið að sökkva.
Óðin sendi út gúmmítuðru til að setja menn bara beint um borð í bátinn þar sem TF-LIF var ekki nógu stór til að taka alla áhöfnina.
En þá var sagt við mig :“Hannes, afhverju ertu ekki að læra???”
Og þá voru 10 mín. ca. eftir af tímanum svo ég þóttist læra í sirka 10 mín.