Ég var í einu ónefndu bakaríi og keypti ýmislegt, þar á meðal litla sæta girnilega kókoskúlu(sem er alls ekki það sama og kókosbolla, skulum ekki rugla þessu saman). Allavegana.. ég fór heim og kræsingarnar voru étnar, svo átti ég bara litlu kúluna mína eftir og ég tók bita. Svo fann ég ákaflega skringilegt bragð upp í mér, þannig að ég reif kúluna í tvennt og þá blasti hryllingurinn við mér. Lauk- og gulrótarbitar! Í kókoskúlu! Hvurslags fábjána datt þetta í hug? Ég get ekki annað sagt en: FLEH!
go on just say it.. you need me like a bad habit.