VIð fórum í fyrsta tíma en í öðrum tíma fengum við frí vegna þess að kennarinn mætti ekki (hefur trúlega gleymt sér uppi á kennarastofu- það væri ekki í fyrsta skiptið) og bekkurinn fór bara í Hyrnuna og heim til sín (eftir því hvað þau bjuggu) síðan fórum við niður í íþróttahús og í sund. Þá kom hádegi, listog verk (tvöfaldur tími) og skólinn búinn.
Reyndar var einhver íþróttadagur í skólanum í gær svo að við þurftum ekki að læra mikið. Það voru allir í fyrsta tíma en svo fóru þeir sem að áttu að keppa. Hinir áttu að læra en máttu samt gera hvað sem að þeir vildu í íþróttatíma því þá var frí. Svo nenntu kennarararnir almennt ekki að kenna okkur vegna þess að það vantaði meira en helminginn af bekknum og þegar að við spurðum saamfélagsfræðikennarann hvort að við þyrftum nokkuð að vinna verkefnið sem að hann hafði sett okkur fyrir í byrjun tímans sagði hann orðrétt;
“Æ, skítt með það”