Í skólanum í dag þá komst ég nefnilega að því að hann væri dáinn. Þannig voru mál að vexti að við vorum í leikrænni tjáningu og við áttum að tala við einhvern um eitthvað alvarlegt. Þá flutti vinkona mín mér þessi sorgartíðindi. Hann dó víst um hábjartan dag.

Þá fórum við að velta jafnvel alvarlegri málefnum fyrir okkur:
Hver á það að sjá um páskaeggin?

Vinkona mín byrjaði á að stinga uppá jólasveininum en við komust að lokum að þeirri niðurstöðu að það yrði Nói Siríus. Allavega mjög líklegt.

En við skulum öll vera leið yfir því að páskahérinn sé farinn yfir móðuna miklu.

*þögn*