Minn account varð til haustið 2003, þar sem ég hét ark.
Þar var ég ekkert svakalega virkur, sendi inn á brandara og svoleiðis, og smá á forsíðu.
Haustið 2004 þá fattaði strákur sem ég þekki nickið mitt, og var sífellt að stríða mér á því sem ég sagði hérna.
Um áramótin circa, eða á fyrstu mánuðm nýs árs, breytti ég nafni mínu yfir í vansi.
Þann 31. maí ákvað ég svo að taka af skarið og byrja að skrifa hingað inn, og byrjaði með BMW greininni minni.
Það, að taka þátt á huga og sorpinu, er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu!