Einu sinni var gaur sem heitir Jóhann. Hann hafði einn ótrúlegan galla og hann var sá að hann var óstjórnanlega feitur. Hann vissi af því, mamma hans vissi af því og gaurinn sem stendur 2km frá honum hlýtur að hugsa með sér þegar hann horfir á hann “Sjitt hvað þessi gaur er feitur”
Alltaf þegar hann vaknar á morgnana hugsar hann með sér að fara í líkamsrækt, en hann hættir alltaf við þegar hann fattar að þó það tók hann einungis 10 sek að komast upp úr rúminu, tók það hann 5 mín að jafna sig eftir átökin að reisa þessi ósköp, sem hann kallar bjórvömbina, upp.
Hann lítur í ísskápinn í litlu einstaklingsíbúðinni sem hann er búinn að leigja í 5 ár, og ygglir sig af stækjunni sem vellur upp úr ísskápnum. En hann getur því miður ekki komist í neðstu hilluna á ísskápnum og þar er byrjað að rotna brauð og einhver hrísgrjónavellingur sem hann bjó til í tilefni af því að myndin “The Animal” var komin í bíó.
Kannski væri einhver vinur hans búinn að taka til í ísskápnum hans eða að minnsta kosti hjálpað honum að komast í form svo hann gæti komist úr buxunum til að fara í sturtu, en Jóhann vill enga vini, hann vill bara sitja í sínum leðurstól, sem hann er búinn að tjasla saman úr 4 öðrum stólum sem hann hefur brotið, og spila Counter Strike.
Mórallinn af þessari sögu er að Counter Strike fer illa með þig! Til að skilja þau rök verðiði bara að hugsa: “Hvernig náði George Bush að hösla Barböru Bush?”