Ég er með smávegis kvef og er pínu slöpp en hitalaus samt, þannig að ég verð að hundskast í skólann. Það er nógu slæmt að þurfa að fara þangað en að fara slappur er.. ég þarf ekki að segja meira.
Hitinn hefur líka sveiflast upp og niður hjá mér. Einn morguninn var ég alveg hitalaus- með 36° (fyrir þá sem vita ekki þá er venjulegur hiti í kringum 37°). Svo um kvöldið var ég með 37,5°en þurfti samt að fara í skólann vegna þess að mamma kenndi svefnleysi um:( Ég sef alveg nóg. Nú er ég hitalaus. Svo er strákurinn sem situr venjulega við hliðina á mér (skiptum sem betur fer á morgun) búin að vera veikur en mætti í skólann til að komast í félagsmiðstöðina. Hóstandi mest allan tímann. Og þar sem ég sat við hliðina á honum.. well.. do the mach.