Ég er nú búin að vera frekar óvirk á sorpinu undanfarið og má kenna skólanum, tómstundastarfi og móti sem var í rvk. um helgina um það.

En málið er að þegar ég var í strætó í mínu mesta sakleysi.. allt í lagi.. næst mesta sakleysi, þá sá ég risastórt skilti og þegar ég sá það hrópaði ég upp fyrir mig:
“ Ó, nei.. Endurvinnslan”

En fyrir ykkur sem föttuðuð ekki þá stóð Endurvinnslan á skiltinu.

Ég stend í þeirri meiningu að Endurvinnslan hljóti að vera höfðuðstöðvar andanna og að þar vinni e.t.v. endurskoðendur.