Já eins og margur maðurinn veit þá var Ísland að etja landsleik við Króatíu í kvöld í Laugardalnum með álíka lélegum árangri og búist var við. Þar sem að Ísland náði þeim stórkostlega árangri að tapa 3-1.

En það er ekki það sem að ég ætla að segja frá þrátt fyrir að það tengist á smá hátt. Þetta var nú bara þannig að ég var á leið minni á landsleikinn og ég var búinn að fá 3 frímiða á leikinn. En svo vildi nú ekki betur til en að þegar að til ferðar var lagt var ég búinn að tína 2 miðum! En ég hugsaði að ég væri bara hvortsem er að fara með frænda mínum sem að var á barnaverði og það er semsagt helmingi ódýrara en fullorðins. þannig að ég fór þangað og reyndi að skipta miðanum fyrir 2 barna og það tókst að lokum.

Síðan kom í ljós að við sátum eins nálægt og hægt var að vera við þessa blessuðu stuðningsmenn Króata. Sem að voru haugafullir og illaþefjandi og fótboltabullur af versta tagi. En ég lét mig hafa það.

Síðan þegar að herra Gudjohnsen kom íslandi yfir þá gat ég haldið aftur af mér að hlaupa til allra bandbrjáluðu Króatana sem að voru drullusvekktir að vera undir og faðma einn þeirra hoppandi og öskrandi áfram ísland og ég veit ekki hvað og hvað!

Þá varð þessu Króati alveg bandóður og fór að þjarma að mér og öskrandi einhvað ,,DÚBRASKA SEBRESKA HVALÚTAER!,,

Ég fór síðan bara salla rólegur og hlæjandi í sætið mitt aftur með glott á vör.