já en þá á ég aldrei afmæli :( Þá get ég aldrei tekið bílpróf og þarf að láta skutla mér út um allt. Mér finnst að það ætti bara að banna haustveður með öllu tilheyrandi, taka út Október og þá verður styttra til jóla. Svo á að skiptast á að koma flórídaveður í eina viku og svo snjókoma alla næstu viku fram að jólum ( svo það sé hægt að fara á bretti og svoleiðis). Og engin rigning eða slabb. (Flórídaveðrið byrjar strax á miðnætti þannig að snjórinn og bleytan verða þornuð upp áður en maður vaknar)