Strætisvagnastjórar
Ég ætla að tala um strætisvagnastjóra. Mér finnst þeir ótrúlega ókurteisir. Bara því að þeir keyra einn strætó þýðir það ekki að þeir reki allt fyrirtækið. T.d. í dag var ég að fara að taka strætó, þá var ég kominn með annan fótinn inn á strætóinn þegar ég sé nokkrar stelpur sem ég þekki koma hlaupandi reyna að ná stætóinum. En allt í einu lokar gaurinn hurðinn og keyrir á stað og ég ennþá með fótinn inní stætóinum, ég banka á fullu og gaurinn stoppar og opnaði hurðina til að ég kæmi fótnum út en lokar strax aftur og keyrir af stað. hann keyrir svona 2 metra þangað til að hann stoppar á rauðu ljósi þá bið ég hann um að opna, fullt af fólki fyrir aftan mig reyna að komast í sama strætó, en neeii hann er bara í fýlu og keyrir að stað eftir af við höfum beðið hann um að opna í svona 2mín. Þetta er svakaleg ókurteisi og ég er viss um að þið hafið einhverjar sögur um eftirminnilegar stætóferðir og ég vill endilega fá að heyra þær. Ég hef tekið eftir því að fólk kemur hlaupandi að strætóum og þeir þykjast ekki sjá þau og keya af stað. Ég er að pæla að taka leigubíl næst.