Eins og þegar ég var í 6-7. bekk þá var bekkurinn alltaf að gera eitthvað saman úti í frímínútum. VIð vorum í ‘húfuleik’. Hann gekk þannig fyrir sig að það voru stelpur á móti strákum og við áttum að reyna að ná húfum af einhverjum sem var af gagnstæðu kyni. Svo viðgegngjust húfuskipti.
Þ.e.a.s. þegar að strákur tók húfu af stelpu og stelpa húfu af strák þá gátu þau skipt svo að leikurinn var aldrei búinn.
EN.. heldurðu ekki að kennarinn hafi bannað þennan leik. Jú.. Og það var vegna þess að húfurnar gátu DOTTIÐ á jörðina..
Þá byrjuðum við að fara í löggu og bófa. Stelpur vs. strákar eins og endranær. EN.. kennarinn bannaði það líka. Það var vegna þess vð við gátum dottið og meitt okkur..
EIns og við getum ekki dottið í fótbolta eða á stultum eða körfu eða bara því sem að hinir krakkarnir voru að gera.
Eins og við gætum ekki misst vettlinga og húfur þótt að við værum ekki í húfuleik. Og þó að við myndum missa þær og þær óhreinkast.. Þá gætum við sett þær í þvott.
Þoli ekki þegar kennarar láta svona.