Þar sem ég et ekki sent inn á fréttakubbinn :'{ ákvað ég að skila þessu af mér hér. Getur ekki einnhvor samstarfsmanna minna skellt þessu inn fyrir mig á fréttakubbinn?
Komiði sæl, í fréttum er þetta helst:
[fréttastef]
~~~~~~~~~~
2 greinar hafa verið samþykktar í dag
~~~~~~~~~~
Notandinn supermann heldur því enn fram að hann hafi fengið tölvupóst frá Guði
~~~~~~~~~~
Samkvæmt áhorfskönnun eru Fréttir frá fréttastofu TSNG mun vinsælari en sjónvarpsfréttir
~~~~~~~~~~
Skólinn byrjaði í dag hjá sorpurum í RvK
~~~~~~~~~~
Supermann er orðinn ofurhugi
~~~~~~~~~~
Miltisbrandur gafst upp á Darth Bob
~~~~~~~~~~
Lily2 er að fara að skrifa dýrasögu
~~~~~~~~~~
Vansi er byrjaður að beita öllum tiltækum ráðum til að eignast vini
~~~~~~~~~~
Doddi00 gafst upp á Teh Rusltunnur
~~~~~~~~~~
Fréttastofa TSNG fékk nýtt lógó í dag
~~~~~~~~~~
Náðst hefur mynd af Darth Bob
~~~~~~~~~~
Mizzeeh tilkynnir misnotkun á sögukubbnum
~~~~~~~~~~
Mizzeeh hyllir internetcafè
~~~~~~~~~~
Miltisbrandur birtir Darth Bob annars staðar en á huga
~~~~~~~~~~
Ástkæru bretti Dabba1337 var hent í ruslafötuna
~~~~~~~~~~
Trommari var fullur
~~~~~~~~~~
Nýr klúbbur stofnaður
~~~~~~~~~~
Gott kvöld.
Í dag er mánudagurinn 22. ágúst og nú verða sagðar fréttir frá fréttastofu The Sorp NewsGroup.
<b>2 greinar hafa verið samþykktar í dag</B>
Tvær greinar voru samþykktar í dag.
Sú fyrri var samþykkt af Mizzeeh, en sú seinni af bjossiboy.
Þetta er met í samþykktum greinum síðan 19. ágúst, þegar samþykktar voru 3 greinar.
Haldið áfram að skrifa greinar! :}
<b>Notandinn supermann heldur því enn fram að hann hafi fengið tölvupóst frá Guði</B>
Svo virðist sem hann supermann okkar ætli ekki að hætta þessari vitleysu, það er ekki hægt að fá e-mail frá sjálfum Guði!
Í þessum pósti, sem á að hafa verið sá seinasti í röðinni, segir að vansi eigi að verða admin á /sorp til að gera áhugamálið betra.
Guð veit hvað er best fyrir heiminn, og sorpið meðtalið, hlýðum honum!
<b>Samkvæmt áhorfskönnun eru Fréttir frá fréttastofu TSNG mun vinsælari en sjónvarpsfréttir</B>
Samkvæmt könnun sem gerð var í gærkvöldi, eru fréttir TSNG með mikla yfirburði yfir sjónvarpsfréttir.
Spurningin var: Hvort er betra? Sjónvarpsfréttirnar eða Sorpfréttirnar, og spyrjandi var HerraFullkominn.
Samkvæmt núverandi stöðu, eru Fréttir TSNG með 7 atkvæði, en sjónvarpsfréttir 0.
Við hjá fréttastofu TSNG kunnum að meta þessa samstöðu við okkur, og ætlum að halda áfram að færa ykkur fréttir af sorpinu, og reyna kannski að bæta þær ef mögulegt er.
<b>Skólinn byrjaði í dag hjá sorpurum í RvK</B>
Eins og hún supernanny okkar minnti okkur á, eru skólarnir að byrja.
Skólarnir í RvK byrjuðu í dag, aðrir skólar byrja seinna í vikunni, t.d. á þriðjudag hjá vansa, á fimmtudag hjá Gellan123 og Lily2, og á næsta mánudag hjá supermann.
Menntaskólar byrja svo líka þessa dagana, en ekki eru margir sorparar þar.
Gangi ykkur öllum vel í skólanum :}
<b>Supermann er orðinn ofurhugi</B>
Já, núna er supermann orðinn ofurhugi á /sorp.
Þá eru komnir 2 ofurhugar sem eru ennþá virkir á sorpinu, miltisbrandur er líka ofurhugi.
Við óskum supermann til hamingju, og vonum að fleiri komist á listann til að stroka alla gömlu sorparana út, sem eru 100% hættir á sorpinu.
<b>Miltisbrandur gafst upp á Darth Bob</B>
Því miður, þá ákvað hann miltisbrandur okkar að hætta með Darth Bob sögurnar.
Þetta var áfall fyrir nokkra sorpara, en enginn hefur þó lagst í þunglyndi samkvæmt heimildum okkar.
Ástæðuna segir miltisbrandur í viðtali við TSNG: “Darth Bob er orðið gamalt og löngu hætt að vera fyndið.”
Einnig segir hann: “Svo er Supermann að spamma á fullu þannig þið eruð upptekinn við að lesa það, þannig þið takið örruglega ekkert eftir því að darth bob sér hætt.”
R.I.P. Darth Bob :'{
Reyndar kom eftir þetta ein saga frá miltisbrandi, sem tengist óvini Darth Bob's. Hún er efst í sögukubbnum.
<b>Lily2 er að fara að skrifa dýrasögu</B>
Lily2 spurði sorpara í dag hvaða dýr þeir vildu vera.
Það var fyrir dýrasögu um sorpara sem hún er að fara að skrifa.
Von er á sögunni á /sorp þegar Lily2 hefur ekkert að gera.
<b>Vansi er byrjaður að beita öllum tiltækum ráðum til að eignast vini</B>
Vansi auglýsti eftir fólki á vinalistann sinn í dag.
Fólki fannst hann vera lonely að auglýsa svona eftir vinum, en vansi er samt ekkert það lonely in da real world.
Sá fyrsti sem hlýddi þessu kalli, var supermann.
<b>Doddi00 gafst upp á Teh Rusltunnur</B>
Doddi00 tilkynnti í dag að hann væri hættur með söguna sína, Teh ruslatunnur.
R.I.P. Teh ruslatunnur :'{
<b>Fréttastofa TSNG fékk nýtt lógó í dag</B>
Hinn stórgóði lógósmiður, hann vansi okkar, gerði lógó fyrir okkar heittelskaða TSNG.
Lógóið sést hér með þessari frétt, og verður með öllum fréttum framvegis, sem koma frá fréttastofu TSNG.
Beinn linkur á myndina er hér: http://img356.imageshack.us/my.php?image=mynd351kg.jpg
<b>Náðst hefur mynd af Darth Bob</B>
Mynd af Darth Bob er komin.
Darth Bob líkist Jesú í útliti, fyrir utan hausinn.
Miltisbrandur tók myndina og sendi hana hingað inn.
Linkur: http://img388.imageshack.us/my.php?image=darthbob1qg.jpg
<b>Mizzeeh tilkynnir misnotkun á sögukubbnum</B>
Þegar Mizzeeh fór inn á sorpið í dag blasti við honum ófögur sjón.
Það var búið að misnota sögukubbinn!
Hann varð reiður, eyddi út nokkrum sögum og bjó til tilkynningu um málið.
Munið krakkar, ekki misnota það sem ykkur hefur verið gefið, þið gætuð átt það á hættu að fá ekki að skrifa á sögukubbinn!
<b>Mizzeeh hyllir internetcafè</b>
Í viðtali við TSNG sagði Mizzeeh:
“Hafið þið prófað svoleiðis?
Svoleiðis tölvuleikjanördasamkoma að bara…
Vá! Allavega, ég er orðinn netlaus en kemst samt við og við í tölvu og adminast eitthvað þá, eins og núna!”
TSNG hvetur sorpara til að fylgja stjórnandanum og nota internetcafè.
<b>Miltisbrandur birtir Darth Bob annars staðar en á huga</b>
Miltisbrandur hefur sett nokkrar Darth Bob sögur inn á heimasíðu sína.
Slóðin er http://www.folk.is/miltisbrandur/
Í opinskáu viðtali við fréttamann sagði hann eftirfarandi:
“svo bara svona okkar á milli…
Ný DB coming up.. (mizzeeh dróg úr spamminu)”
Svo að fyrri frétt okkar um að miltisbrandur sé hættur með Darth Bob er hér með afturkölluð.
<b>Ástkæru bretti Dabba1337 var hent í ruslafötuna</b>
Tensor henti brettinu hans Dabba1337 í ruslafötuna um klukkan korter í sjö í dag.
Dabbi1337 var búinn að jafna sig á brettismissinum þegar hann sagði þetta í viðtali:
“En annars hengdi ég bara báða helmingana upp á vegg á mjög listrænan hátt :)”
Og þetta:
“…og hughreysti mig með því að hugsa að aðrir hafi keypt miklu dýrari listaverk en þetta ;)”
Og þetta:
“ahh ætti ég að selja listaverkið mitt (og kannski bæta banahýði ofaná) og kaupa mér nýtt?”
Við ráðleggjum honum að selja það og kaupa nýtt, er þaggi?
(Ekki hefur enn verið fundið út hvort um sé að ræða snjóbretti eða hjólabretti)
<b>Trommari var fullur</b>
…af pælingum.
Trommari pældi í ýmsum hlutum í dag, og fékk aðra til að pæla með sér.
<b>Nýr klúbbur stofnaður</b>
Klukkan korter í ellefu stofnaði eXXon Hlæafdabbi1337þvíhannbrauthjólabrettiðsittídag klúbbinn.
Enginn meðlimur er enn kominn í hann.
Fyrir hönd TSNG,
vansi :}