Sögu, meinarðu?
Ég var að dunda mér við að skrifa eftirfarandi á meðan ég var að bíða eftir svari héðan (muna að þetta er bara formáli):
FORMÁLI
Það var myrkur. Allt var hljótt. Tvær litlar mýs hlupu eftir veginum, hljóðlaust. Ef þær hefðu ekki farið hljóðlaust, þá hefði verið hljóð, á þá missir byrjun þessarar sögu drungaleg áhrif sín, sem að má ekki gerast.
Svo þær voru hljóðlausar.
Ástæða þess að allt var hljóðlaust var sú að…ehh…allt í lagi, þar sem ég finn enga ástæðu fyrir því að allt eigi að vera hljóðlaust, þá er einfaldlega ekki hljóðlaust og mýsnar voru með læti og uber alles.
Það var venjuleg nótt í Yellow Land (átti upphaflega að heita Green Land, en það var of líkt Greenland þannig ég þurfti að breyta…pfft…).
Yellow Land var skemmtilegur staður. Yellow land var staður ævintýra, staður drauma, staður hamingju.
Þessvegna er Yellow Land allt of einhæft fyrir söguna mína.
Færum okkur því yfir að Black Land.
Áður en ég held áfram, þá vil ég taka það fram að þetta gerist í annari vídd, þar sem eru 11 guðir, og þeir vilja skýra öll löndin eftir litum (sem þýðir að um leið og litirnir runnu út, þá sprengdu þeir upp þau lönd sem ekki var hægt að skýra litanöfnum. Við munum öll minnast Sókratesar, Akkilesar, Batmans og Fantastic 4 fólkinu, sem áttu í raun heima í þessari vídd en ekki okkar).
Allaveganna…Við erum komin að Black Land.
Drungalegur staður.
Í Black Land býr skemmtileg persóna. Æðisleg persóna. Þessi persóna er: Ég.
Er þetta nógu og gott til að ég fái aðgang að sögukubbnum? *Puppy eyes*
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*