Nú kemur það! Það var sko ákveðinn persóna sem ofsótti mig í draumum mínum og ég ætlaði að senda grein um hana inn á sorp áður en hadii varð stjórnandi og ég bara copy pastea hana hingað =) Henni var nefnilega hafnað síðan =(
Hér ætla ég að segja frá persónu sem leitaði oft á mig í draumum mínum þegar ég var yngri og gerði mér lífið leitt, Hr.Hrellir hét sú persóna.
Mig byrjaði að dreyma Hr.Hrelli þegar ég var nokkuð ungur, held 3 eða 4 ára.
Þá bjó ég í Reykjavík á háteigsvegi en nú bý ég í kópavogi.
1.Fyrstu kynnin.
Það er býsna langt síðan mig dreymdi þetta þannig að ég man ekki allt nákvæmlega en svona minnir mig að þetta hafi verið.
Fyrsti draumurinn var þannig að ég vaknaði um nóttina og fann einhverja mjög góða lykt úr eldhúsinu, ég fór fram úr og hljóp eins hratt og ég get í gegnum og stofuna og yfir gangin því að ég var mjög myrkfælin. Þegar ég kom inn í eldhús sneri mamma bakinu í mig og var að skera eitthvað á eldhúsborðinu, ég spurði mömmu hvað hún væri að elda en hún svaraði ekki.
Þá allt í einu varð lýsingin í herberginu svona dökkrauð og einhver dimm rödd heyrðist segja eitthvað, man ekki hvað hún sagði en ég man að Hr.Hrellir kom fyrir í því.
Síðan urðu öll ljósin venjuleg nema úr ofninum glóði rautt ljós, ég var geðveikt hræddur og ætlaði að teygja mig í mömmu en hún færðist alltaf í burtu og ef ég kallaði svaraði hún aldrei.
Síðan gerðist það sem maður gleymir aldrei.
Út úr ofninum stökk hann, Hr.Hrellir!
Hr.Hrellir var alveg brúnn nema hann var með svart andlit og hann var alltaf með ógeðslegt glott á andlitinu, risastórar oddhvassar tennur og augu sem voru með svartri lithimnu.
Ég hljóp í burtu eins og geðsjúklingur, dauðhræddur og komst inn í herbergi, þegar ég kom inn í herbergið lokaði ég á eftir mér og setti stól fyrir hurðina.
Ég hélt að ég væri sloppin en, allt í einu skaust hendi undan rúminu mínu og greip um löppina á mér.
Ég öskraði af hræðslu og svo kom hausinn á Hrelli undan rúminu mínu og gerði það sem hann gerði síðan í næstum öllu mmínum draumum…….beit af mér tærnar.
———————————-´
2.Aldrei öruggur.
Þessi draumur var heldur stuttur minnir mig og man ég ekki mikið eftir honum, það sem ég man var að ég var að fara niður stigann í íbúðina fyrir neðan til að fara í heimsókn, þar bjó kona um 40-50 ára sem að passaði mig alltaf og svoleiðis.
Þegar ég kom að hurðinni, opnaðist skyndilega hurðinn og út stökk hann góðvinur minn Hrellir.
Ég öskraði og hann tók utan um mig og svo vaknaði ég alltaf.
——————————-
3.Slökktu á útvarpinu.
Þennan draum dreymdi mig MJÖG oft en var samt alltaf jafn hræddur.
Ég sat inni í stofu að horfa á sjónvarpið og pabbi og hálfbróðir minn voru eitthvað að tala saman og hlusta á útvarpið.
Síðan þegar þátturinn var búinn þá kallaði mamma að það væri matur.
Við stóðum upp og ætluðum að ganga út úr stofunni og þá sagði pabbi: Heyrðu gætirðu slökkt á útvarpinu fyrir mig.
Ég bara kinkaði kolli og gekk í átt að útvarpinu en þegar ég var næstum komin að því þá heyrðist kunnuleg rödd úr því. Það var Hr.Hrellir!
Hann var eitthvað að hlæja og segja hvað tærnar mínar væru góðar með tómatsósu(ég hataði tómatsósu) og ætlaði að borða þær með mikilli tómatsósu og hló ógeðslega ililega.
Ég reyndi að hlaua burt en það var eins og ég væri að hlaupa í vatni og komst ekkert áfram plús það að útvarpið dró mig til sín, en ég var sterkur og tókst að komast næstum út þegar ég datt, ég dróst mjög hratt í átt að útvarpinu og reyndi að stöðva mig en fann að það var gripið um lappirnar á mér og þeim kippt´upp.
Síðan heyrði ég illilegan hlátur og svo voru bitnar af mér tærnar og ég vaknaði.
——————————
4. Í örmum foreldra
Í þessum draumi þá vaknaði ég og fór í rúmið til foreldra minna með alla bangsana mína 3 (Mús, Hundur og hvítur björn) og meirihlutinn af draumnum var bara ég að labba á myrkum göngum og mjög spooky sko.
Síðan kom ég inn til pabba og mömmu og læddist upp í rúm til þeirra til að vekja ekki litlu systir mína sofandi í vögguni, og lagðist á milli þeirra.
Ég lokaði augunum, sneri í átt að mömmu og fannst ég vera 100% öruggur en svo þegar ég opnaði augun var mamma orðin að Hr.Hrelli og hló mjög sækólega, skaut höfðina áttina að mér og svo vaknaði ég.
Svo eftir að ég fluttist í Kópavog (5 að verða 6) var draumur þar sem ég var að koma út úr þáverandi svefnherbergi mínu, beint frá því er gangur og á hinum endanum er svefnherbergi systur minnar.
Ég stíg út og allt í einu stekkur Hr.Hrellir úr herbergi systur minnar og byrjar að hlaupa í áttina að mér. ÉG reyni að flýja en allt verður slomo nema hann náttla.
Svo nær hann mér, lyftir mér upp byrjar að sveifla mér í hringi og berja mér í hluti og svo bítur hann af mér tærnar…..
Pósta inn fleiri seinna, er með nóg af martröðum =(