Ég vildi deila með ykkur nokkrum alabröndurum sem ég hlæ að..
—————–
*Ath. sagt með rödd, eins og þú sért að tala við smábarn*
Einu sinni voru 3 tómatar.. Sá fyrsti labbaði yfir götuna og það var allt í lagi með hann.
Þá kom annar tómaturinn og hvað haldið þið? Hann varð að tómatssósu.. En þá fór sá 3 yfir og hvað heldurðu að hafi gerst við hann?? Hann varð að SINNEPSSÓSU!
—————–
Afhverju mála fílar yljanar sínar gular?
Svo þeir geti falið sig í smjörinu.

Hefurðu einhverntíman séð fíl í smjörinu?
Nei.
Sko, þetta virkar.

Hvernig veistu að það var fíll í ískápnum þínum?
Það eru fótspor í smjörinu..
—————–
Nálin og prjóninn fóru í kappsund, hvor vann?
Prjóninn af því að nálin fékk vatn í augað.
—————–
Afhverju keyrði ljóskan útaf veginum?
Hún rak sig í stefnuljósið.
(Lilta systir min sagði af því að hún kann ekki að keyra!)
—————–
Afhverju labbaði Sungirl yfir gangstéttina?
Til að komast yfir götuna..
—————–
Hvað sagði maurinn þegar fíllinn vinur hans dó?
Andskotinn, nú verð ég að grafa hann…
—————–
Í þessum brandara nota ég dulnefni sem ér marka með * vegna þess að þetta gerðist í alvörunni.
*Maggi: Ég kan að segja: Mér finnst gaman að hlusta á tónlist á hebresku.
*Imba: Hvernig þá?
*Maggi: Mér finnst gaman að hlusta á tónlist á hebresku.
*Herdís: Ha, er það alveg eins og á íslensku?