þetta byrjaði allt í gær, þegar ég dró mig á fætur og fór í tölvuna. Ekki hefði ég trúað að þetta ætti eftir að vera svona erfiður dagur þótt einhver hefði sagt mér það.
Eftir svoldinn tíma í tölvunni þá fór ég niður að elda mér morgunmat, eins og ég geri stundum þegar klukkan er í kringum 3.
Þetta var stór morgunmatur, næstum of stór. Þessi morgunmatur var: 4 grillpulsur, 2 egg, skinka og ostur. Þetta allt steikti ég mér á pönnu (osturinn var reyndar inn í skinkunni) og borðaði síðan.
Ekki löngu eftir að ég var búinn að borða var hringt í mig. Þetta var frændi minn að byðja mig að hjálpa sér með að festa niður sökkulinn (70-80 kg steipuklumpur) sem að krossinn hans afa yrði festur á.
Við byrjuðum á því að ég hélt á klumpinum u.þ.b. 15 metra og svo fórum við að grafa u.þ.b. 150 cm djúpa og u.þ.b. 30 cm breiða holu til að setja klumpinn ofaní.
Í fyrstu tilraun var holan of grunn svo við þurftum að draga klumpinn aftur uppúr. Í annari tilraun þá var holan of grunn svo við þurftum að láta mold í kringum klumpinn og draga hann smá upp til am moldin næði að smjúga undir, og eftir 9 drætti og nokkra grunna skurði á höndunum vorum við búnnir að koma þessu í rétta hæð og bara frágangurinn eftir.
eftir fráganginn fór ég heim, og síðan smá út með strákunum. Svo þegar ég koma heim fór ég bara að slappa af og svo að sofa.
Og núna sit ég hér, dauðþreittur eftir gærdaginn að væla eins og aumingji yfir smá þreitu og sársauka.
p.s. ef þið hafið lennt í inhverju skemmtilegu, erfiðu, áhugaverðu eða leiðinlegu nýlega gerið kork um það!
Þetta var awesome