Hmmm:Eigum við að þurfa að byrja á því að banna túristum að fara í göngutúr á hálendinu?eða það er kannski bara málið að banna þeim að yfirgefa hótelin? Svo virðist sem túrhestarnir vinir okkar ráða ekki einu sinni við það að labba útí sjoppu án þess að villast………eða ákveða bara einfaldlega að þeir vilji kannski vera aðeins lengur úti og taka einn aukakrók..bara í ganni. Sitja svo afslappaðir og góðir, hvílandi þreytta útlimi í eitthvert hraunið þegar allt í einu hundruðir sjálfboðaliða Björgunarsveitarinnar Ingólfur koma, másandi og blásandi. “Ví arr hjér tú reskjú jú”.
Ég er meira segja farinn að hallast að því að það væri best að láta túristana fá einkaleiðsögumann sem eltir þá hvert sem þeir fara. Sjoppu eða hraun.
En svo er náttúrulega ekki bara túristarnir sem lenda í þessu. Landinn lendir líka oft í þessu (Og með “landinn” þá meina ég rjúpnaskyttur). Það er eins og þrillið sé farið úr því að skjóta niður fugla og eru skyttur því byrjaðar að taka upp á því láta sig villast. Hlaupa inn í þoku, snúa sér í hringi telja upp á tíu, setjast niður og bíða eftir Ingólfi.
Þeir þrá kannski bara athygli. Kannski að það sé málið með byssurnar. Byssa=töff=athygli (=stórt typpi?). Þessi formúla gengur náttúrulega ekki upp og miðaldra rjúpnaskyttumenn eru hægt og bítandi að átta sig á því. Svo hvað getur athyglissveltur rjúpnaskyttumaður gert? Jú, hann getur týnst á hálendinu og verið aðal kaffistofuumræðuefni landsmanna í HEILAN DAG. Eða svo getur hann náttúrulega líka bara lyklað bílinn hennar Siv Friðleifsdóttur. Mætt í Ísland í dag. “Hey, hún hefði bara átt að hugsa um land cruiserinn sinn áður en hún friðaði rjúpuna.”
Eða kannski frekar DV en Ísland í dag………já það held ég.

Og já..áður en……flamefestið byrjar þá tek ég það fram að þetta er grein sem ég henti saman í flýti útaf hugleiðingum um túristakvikindið sem týndist á laugaveginum, þessi grein er skrifuð í algeri kaldhæðni, er meira en minna tómt bull og hafiru tekið eitthvað af þessu alvarlega, eða jafnvel verra, verið sammála einhverju þá get ég bara lítið gert til hjálpa þér.