Tek það sterklega fram að ég fann þetta á Vísindavef Háskóla Íslands og fannst þetta svo merkilegt að ég varð að pósta þessy hingað;
Svarið við fyrri spurningunni er nei! Fílar geta ekki hoppað, það er lífeðlisfræðilega ómögulegt fyrir þá að hoppa sökum líkamsþyngdar. Stærstu fílar verða um 5 tonn að þyngd. Í reynd er fílum mjög illa við að hafa fleiri en einn fót uppi.
Dýratemjurum hefur tekist að kenna fílum ýmsar þrautir, eins og að standa aðeins á afturfótunum. En slíkur gjörningur er fílum ekki eðlislægur og er í reynd óhollur fyrir þá þar sem þyngdin sem leggst á afturfæturna, getur leitt til álagsmeiðsla.
Ofangreint á við um fullorðin dýr en kálfar geta auðveldlega hoppað um enda tápmiklir með afbrigðum eins og algengt er meðal ungviðis spendýra.
Þrátt fyrir þetta hæfileikaleysi í stökkum, geta fílar komist hraðar en menn og eru einnig nokkuð góðir í sundi. Rannsóknir á asískum fílum hafa staðfest að þeir geta synt marga kílómetra í einu ef sá gállinn er á þeim.