Óvirkni áhugamálsins
Ég verð að segja að ég er ekki ánægð með virkni áhugamálsins. síðasta frétt er síðan ég veit ekki hvenær, nú fyrir svona 5 dögum er ég búin að senda inn tvær fínar greinar (a.m.k þá fyrstu) og eina könnun og er ekki einu sinni búin að fá svar um hvort hún verði samþykkt eða ekki…ég hef það á tilfinningunni að það hafi fleiri reynt að senda inn greinar og kannanir en ekki fengið svör frá stjórnendum. Það kæmi mér heldur ekkert á óvart ef að mér væri sagt að það væru hér engir stjórnendur vegna þess að ekki sé ég dálkinn þar sem þeirra er nefnt. Stjórnendur Sorps, ef einhverjir eru, hvar eruð þið?