Við stöndum og föllum með því. Það er okkar eina von, okkar eina sólarljós í amstri hversdagsins. Þegar allt annað er orðið þreytt og úr sér gengið, allt er orðið ekkert og það er ekkert að gera, smellir maður bara á takkann og þetta yndislega whirr-hljóð kemur.
Þessi tónlist. Þessi yndislega login-tónlist. Hver elskar hana ekki? Síðan kemur desktopmynd sem eigandinn er stoltur af. Eigandanum hlýnar innra með sér er hann tvíklikkar á þetta stóra E á desktopinu. Upphafssíðan hleðst inn og allt er gott.
Margir velja einnig að opna forrit sem oft er að finna hægra megin lengst niðri. Hið heilaga MSN-forrit. Þar getur þú spjallað við online-vini þína, og ef þú hefur ekki nú þegar hrakið þá alla í burtu, líka vini þína í real-life.
Tónlistarforrit eru góð. Þar getur maður hlustað á tónlist. Margir gera það víst. Skoða safnið sitt og eru stoltir, sama hvort þar inni eru 20 lög eða 12.000. Tvíklikka síðan á skemmtilegt lag og njóta þess í botn.
Verst bara að fólk sem er of mikið online sökkar.