Einu sinni var mús að nafni Gríslingur. Það héldu allir að hann væri svín en hann var mús í alvöru.
Einn daginn var gríslingur að taka til heima hjá sér þegar allt í einu birtist Álfkona úr sögunni Þyrnirós. Hún sagði að Gríslingur mætti velja sér eina óks fyrir að hafa búið um rúmið hjá sér í tvö ár. Gríslingur hugsaði vel og lengi áður en hann fékk hugmynd.
“Ég óska að ég verði stór og sterkur og get lamið alla kettina”
Á samri stundu óx og óx Gríslingur og náði alveg uppí toppinn á Hallgrímskirkju. Gríslingur var rosalega ánægður og labbaði um á Laugarveginum. Þar hitti hann Pjásu sem var besta vinkona hans. Hún var snígill. Pjása var að kaupa í matinn en missti svo alla pokanna þegar hún sá stærðina á Gríslingi.
“Hvað kom eiginlega fyrir þig Gríslingur?” öskraði Pjása því hún þurfti að öskra verulega hátt til að gríslingur heyrði.
“Ég valdi mér ósk og óskaði þess að verða stór og sterkur!”
Gríslingur tók Pjásu og setti ahna í vasann. Hann gekk áfram laugarveginn og kom að stað þar sem var allt troðið af fólki. Það var Gay Pride í gangi og Gríslingi langaði að taka þátt. Hann gekk á eftir Pál Óskari og dansaði að fullum hálsi og söng svo hátt að það glamraði í öllum rúðunum í búðunum. Hann var að syngja: ÉG ER EINS OG ÉG ER, HVERNIG Á ÉG, AÐ VERA EITTHVAÐ ANNAÐ!!!
Og allir fengu hellu fyrir eyrun og gamla fólkið varð heyrnalaust. Eftir Gay Pride fór Gríslingur og ætlaðui að kaupa sér ost í Ostabúðinni. hann fór og bað um stærsta stikki af osti sem til væri. Maðurinn í búðinni varð svo hræddur að hann lét senda 95634578435634974 tonn af osti og Gríslingur át það allt í einum munnbita.
Eftir ostinn lhann af stað heim. En hann komst ekki inn um holuna sína. hann var alltof stór. Gríslingur fór að hágráta.
Þá man hann eftir Pjásu! Hann tók hana upp en hún var dáin =( Hún hafði kramist í vasanum hans og ´Gríslingur fór að gráta svo mikið að það kom flóð og all margir drukknuðu. Þá kom Álfkonan aftur og Gríslingur sagði ehnni alla söguna.
Þá breytti álfkonan Gríslingi aftur í litla og auma mús og Gríslingur varð svo hamingjusamur eftir þetta. En aumingja Pjása dó útaf því að Gríslingur vildi vera eitthvað annað. En núna er hann alltaf að syngja: ÉG ER EINS OG ÉG ER, HVERNIG Á ÉG, AÐ VERA EITTHVAÐ ANNAÐ!!!! og hann hlsutar á það daglega og ætlar að læra af þessu að alltaf að vera bara lítil og saklaus mús. Að borða ost auðvitað. En hann gleymdi að lemja alla kettina svo að það var allt í læ =)
ENDIR