Hérna er draugasaga sem ég bjó til því mér leiddist í vinnunni.
Sagan gerist árið 2002, í litlum bóndabæ á Suðurlandi. Þar búa karl er heitir Germundur og kona er heitir Véfríður. Bæði eru þau langt komin á aldur fram og áttu asna til að flytja sig milli staða. Sá asni var frár á fæti og traustur mjög. Hjónin voru þekkt fyrir það að taka lítið við nútímatækni og læknavísindum. Þau notuðu ekki traktora og vélar heldur orfa og ljái og þess háttar. Svo í hvert sinn sem eitthvað gerðist hringdu þau aldrei í neinn nema prestinn og treystu honum í einu og öllu. Nú er haustdagur á bænum og heyrir kona bank á hurðina. Hún biður karl að fara til dyra en heyrir ekkert meira eftir það. Þá ákveður hún að fara að dyrunum til að gá hvernig sé fyrir karli komið. Sér hún þá hvar karl liggur steindauður við útidyrnar. Konan verður sorgbitin en flytur hann og sig á asnanum til prestsins þar sem þau grafa Germund gamla. Prestur segir konu að nú skuli hún fara heim, og fá sér að sofa. En um nóttina dreymir hana að maður hennar sé að grafa sig með beittum nöglum smátt og smátt upp úr kistunni og hefur hann svart og illgjarnt blik í augum. Í draumnum nær hann þá ekki nema að skafa litla ögn innan af kistunni. En næstu nætur dreymir hana að hann sé að komast lengra og lengra upp úr og loks kemst hann upp eina nóttina. Kona fer þá á asnanum til prestsins og sjá þau að gröf Germunds er opin og búið er að krafsa stóra holu í gegnum lokið á kistunni. Prestur segir lítt hægt að gera og segir konu að fara að sofa. Kona fer þá að sofa en dreymir næstu nótt að hann taki eitt skref fram. Næsta dag snjóar mikið og vetur er genginn í garð. En hverja nótt tekur karl eitt skref en kona sér ekki í draumnum hvert hann er að fara. Sér hún þá í einum draumnum að hann er í átt að bæ hennar og verður hún skelkuð mjög. Fer hún á asnanum til prestsins og fara þau á staðinn sem hann átti að hafa komist. Sjá þau þá spor sem enda þar og finna fyrir eitthverju eða eitthverjum þar sem þau enda. Kona fer heim og heldur áfram að dreyma. Loks fer hann upp stiga og svo upp á þak í einum draumnum. Byrjar hann að trampa á þakinu og vaknar þá kona við mikinn hávaða sem heyrist uppi frá. Hún hleypur út og sér hvar germundur er í djöfuls líki upp á þakinu. Hún fer á asnanum til prestins og fer með hann til bæsins. Prestur segir að þarna sé um djöful að ræða og segir henni að fara upp á húsþak, hann komi rétt á eftir. Kona klifrar upp og lítur við. Þá sér hún þar sem prestræfillinn hefur rænt asnanum og ríður í burtu. Hún snýr sér við og þá er djöfull kominn upp að henni. Hann læsir klónum í maga hennar svo stórt banasár er. En rétt fyrir dauða sinn nær kona að draga upp kross og sýnir djöfli. Djöfullin verður skelkaður og fer út úr líki Germunds en hann dettur sjálfur niður dauður. Þau eru bæði grafin hlið við hlið, Véfríður og Germundur. En nýlega hefur prest dreymt að þau séu að fikra sig lengra og lengra að bæ sínum…
Damm damm damm…
kv. sweetbaby