Lengi hef ég verið að spá í því af hverju X og Y bókstafirnir eru alltaf notaðir allt og þá sérstaklega X.

Það eru til X-og Y-litningar sem eru kynlitningarnir sjálfir!
X og Y er alltaf notað í öllum svona algebru dæmum eða jöfnu dæmum í stærfræðinni.
Þegar fólk skrifar vandamál sín í einhverja svona vandamáladálka og vilja ekki gefa um nöfn einhvers einstaklings þá er alltaf “köllum hana bara X”
Svona kossamerkið, sem maður skrifar svona í lok bréfa eða eitthvað slíkt er xxx
Hljómsveitin XXX Rottweiler hundar.
Bíómyndin XXX eða tribble X…(eða hvernig sem maður skrifar það)
og lengi mætti telja!


Er þetta ekki ósanngirni fyrir hina bókstafina!
Tökum x og y úr umferð förum að nota einhverja aðra bókstafi!
Hver er ekki orðinn leiður á þessum bókstöfum?

Takk fyrir mig!