Hellú
Ég ætla bara að skrifa þetta til að fá útrás í rauninni, ráðið hvort þið kommentið eða ekki!
Það er mánuður síðan ég hætti í þunglyndislyfjunum mínum, var búin að vera á þeim í 3 ár og fannst vera kominn tími til að hætta! Enda í hvert skipti sem ég gleymdi að taka þau inn þá fékk ég heavy fráhverfiseinkenni og læti.
Allt gekk vel þar til núna í síðustu viku!
Það byrjaði þannig að minn fyrrverandi segir mér að hann sé kominn með nýja! Hann flutti út til útlanda og við hættum saman út af því að hann gat ekki höndlað long-distance. Nýja stelpan á heima á Íslandi! Hún er miklu yngri og mér flökrar við tilhugsunina um þau saman!!
Um helgina lenti ég í hörkurifrildi við vinkonu mína, það var rifið í hár, klórað, klipið og læti! Allt útaf fokking misskilning af hennar hálfu!
Í gær er ég að vinna og þá er strákurinn sem ég er hrifin af byrjaður með stelpu og var ekki að draga úr því að gera það kristaltært að þau væru saman! (hann veit að ég er hrifin af honum)
Það sem ég er búin að vera að pæla og hugsa er, af hverju ég?!
3 hlutir sem koma fyrir mig á einni viku??
Hvað hef ég gert svona hræðilegt til að verðskulda þetta?! Mér bara dettur ekkert í hug ef ég á að segja eins og er.
Kannski er þetta bara hrein og bein óheppni en það mætti halda að einhverju væri mjög illa við mig!
takk takk
greip